02.05.1942
Efri deild: 44. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (2211)

80. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti ! Ég skal ekki um segja, hvernig endurskoðendurnir hafa verið settir upphaflega, en ég hygg, að ráðuneytið hafi gert það. En Björn Árnason og skattstjóri Halldór Sigfússon hafa endurskoðað þá frá byrjun. Björn Árnason er kunnur endurskoðandi hér. Hann hefur endurskoðað reikninga samsölunnar og allra mjólkurbúanna og er, að ég hygg, valinn af ráðuneytinu. Þegar komið hefur til einhvers ágreinings, hefur stjórnarráðið ævinlega um það fjallað. Auk þess eru reikningar hinna ýmsu búa endurskoðaðir af mönnum heima fyrir, og gera þeir sinar athugasemdir, ef þeim þykir ástæða til.

N. hefur ekki haft til athugunar, hvort rétt sé að setja hér ákvæði inn. En ég vil benda á tilsvarandi fyrirkomulag í kjötlögunum. Þar er ekkert ákvæði um endurskoðendur. Ég sneri mér til ríkisstj. og bað um endurskoðun, og Jón Guðmundsson hefur séð um hana síðan. Svipað mun vera um samsöluna.