09.05.1942
Efri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (2253)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

*Erlendur Þorsteinsson:

Ég gat þess á fundi þessarar hv. d. í gær, að ég ásamt hv. 2. landsk. þm. mundi flytja brtt. við frv. það, sem hér liggur fyrir, og er sú till. á þskj. 3ú7. Ég gat um það þá, hverjar væru helztu ástæðurnar fyrir því, að við flytjum þessa brtt., og þarf ekki að endurtaka það hér nú. En eins og hv. þdm. sjá, þá er ætlazt til þess með þessari brtt., að ríkisstj. fái heimild til að greiða ákveðna uppbót, 10–20%, á útborguð laun starfsmanna ríkisins og ríkisstofnana. Þá er jafnframt ætlazt til þess, að launauppbótinni vei hagað þannig, að þeir, sem hafa lægst laun, fái hærri uppbót, en þeir, sem hafa hæst laun, fái lægstu uppbætur, sen hér er gert ráð fyrir. Þetta mundi þá vitanlega verða til þess að bæta sérstaklega hag hinna lægst launuðu starfsmanna ríkisins. En eins og hv. þdm. er kunnugt, eru margir þeirra svo illa launaðir, að þeir hafa ekki einu sinni laun til jafns við venjulega verkamenn, ef vinna þeirra er á annað borð stöðug. Þá er einnig gert ráð fyrir, að bæjarfélögum og stofnunum sé veitt sams konar heimild til greiðslu launauppbótar til starfsmanna, sem hjá þessum stofnunum vinna. Það er alveg sama um þetta að segja, þar sem hér er aðeins um heimild að ræða, að það er á valdi bæjarstjórnanna sjálfra, hvort þær sjá sér fært að greiða þessa uppbót eða ekki.