09.05.1942
Efri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í B-deild Alþingistíðinda. (2255)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti ! Út af fyrirspurn hv. 1. þm. Reykv. vil ég geta þess, að fyrir okkur vakir, að uppbót verði greidd á laun með dýrtíðaruppbót. Og það er að vísu alveg rétt, að þá fá þeir líka uppbót, sem hafa hærri laun en kr. 650.00 á mánuði. Hins vegar getur það komið til álita, hvort ekki sé rétt að hækka þetta hámark eða afnema það. En við teljum rétt, ef þessi heimild yrði notuð, að þá fengju allir starfsmenn þessa uppbót, og þá vitanlega háa eða lága eftir því, sem ákveðið er af ríkisstjórninni.