21.05.1942
Neðri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (2270)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

Haraldur Guðmundsson:

Ég hygg, að því verði ekki til að dreifa, að þetta leiði til frekan kauphækkunar annars staðar. Ég hygg, að þær launahækkanir, sem hér er farið fram á, séu svo almennar, — og nokkurn veginn megi telja víst, að einmitt þessi stétt manna sé á eftir um að fá sín laun hækkuð, samanborið við aðrar stéttir —, að jafnvel þó að þessi hækkun verði veitt af þinginu, mundi það á engan hátt gefa till. annarra stétta um kauphækkun byr í seglin.

Ég býst við, að nú, þegar búið er að hækka kaupgjald í vegavinnu verulega á ýmsum stöðum, og að því er ég bezt veit, einnig kaup hjá verkafólki, sem ræðst í vinnu í sveit, þá sé ekki hin minnsta ástæða til þess að ætla, að það orki almennt á kaupgjaldið í landinu, þó að þessi hækkun verði gerð.