22.05.1942
Neðri deild: 64. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (2276)

125. mál, verðlagsuppbót embættismanna og starfsmanna ríkisins

Forseti (JörB):

Mér hefur borizt skrifl. brtt. við frv. frá fjhn., svo hljóðandi:

„Aftan við 1. gr. frv. bætist ný málsgr., svo hljóðandi:

Ríkisstj. heimilast enn fremur að greiða sérstaka uppbót til þeirra embættis- og starfsmanna, sem hafa undir 650 kr. grunnkaup á mánuði og hafa börn innan 14 ára aldurs á framfæri sínu. Uppbót þessi nemi kr. 300.00 án verðlagsuppbótar fyrir hvert barn á ári og greiðist eftir á missirislega, þó þannig, að samanlögð grunnlaun og uppbót þessi fari eigi fram úr upphæð, sem svarar til 650 kr. grunnlauna á mánuði. Sams konar heimild veitist einnig ríkisstofnunum, sveitar- og bæjarfélögum og stofnunum þeirra.