22.05.1942
Neðri deild: 65. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (2318)

144. mál, Eyri við Ingólfsfjörð

Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég get fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fullkomlega fallizt á þessi tilmæli, sem hv. þm. N.- Þ. kom með sem nefndarmaður, að þessi heimild verði ekki notuð, nema það sé nauðsynlegt til þess, að verksmiðjan, sem um er að ræða, geti orðið reist.

Ég þekki þetta mál ekki neitt enn þá. Ég hef aðeins lesið þingskjalið og meira ekki og veit ekki enn, hvort þessi aðferð verður viðhöfð, sem frv. fer fram á að heimila ríkisstjórninni að hafa um þetta. En ef svo skyldi ara, að það væri nauðsynlegt, til þess að verksmiðjan geti komizt upp, tel ég rétt, að heimildin, sem frv. er um, sé fyrir hendi.