25.02.1942
Efri deild: 5. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í B-deild Alþingistíðinda. (234)

9. mál, eftirlit með ungmennum o.fl.

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

1. landsk. rembdist eins og rjúpan við staurinn að reyna að sanna, að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir ákváðum stjórnarskrárinnar um setningu brbl. Hann hlýtur þó að skilja, að það er ávallt matsatriði, hvenær ríkisstjórnin álítur brýna nauðsyn bera til setningar slíkra laga, og í þessu tilfelli áleit hún, að svo vari. Þessi lög eru á allan hátt sett í anda lýðræðisins. Engin stjórnmálastefna eins sérstaks flokks stendur á bak við setningu þessara laga. Hitt er sanni nær, að þau séu sett í samræmi við skoðanir allra flokka á því, að viðhorfið í þessum málum væri svo geigvænlegt, að til öflugra gagnráðstafana bæri að grípa. Hins vegar er rétt, að það komi hér fram, að um enga þvingun gagnvart þm. er að ræða, þeir geta geri það eitt, er þeim sjálfum sýnist.

Mér þykir rétt að upplýsa það hér, ekki vegna þm. sjálfra, heldur vegna þeirra annarra, er á þessar umræður hlýða eða hafa spurnir af þeim, að brbl. eru yfirleitt alls ekki gefin út, nema stjórnin hafi fullvissað sig um, að meiri hl. þm. væri þeim fylgjandi. Það er vitað, að haustþinginu vannst ekki tími til þess að ganga frá þessu frv., en hins vegar er málið afgreitt í höfuðatriðum skv. vilja þeirra nefnda, er skipaðar voru til þess að fjalla um málið. Það, sem hv. 1. landsk. heldur hér fram, er því ekki aðeins rökleysur, heldur og bein ósannindi.