25.02.1942
Efri deild: 5. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (235)

9. mál, eftirlit með ungmennum o.fl.

Brynjólfur Bjarnason:

Aðeins stutt aths. Ég hef ekki farið með nein ósannindi hér, en hæstv. forsrh. virðist hafa skrítnar hugmyndir um þingræði. Hann virðist halda, að nóg sé að styðja sig við einhverjar nefndir ónefndra þingmanna. En til hvers er þá þingið, ef hann getur kallað saman einhverjar nefndir og látið þar við sitja? Hann álítur bersýnilega enga þörf á því að kalla þingið saman til þess að leggja á ráðin. og þar með talda andstöðuflokka ríkisstjórnarinnar. Hvernig heldur hann, að enska þingið mundi bregðast við, ef íslenzka ríkisstjórnin hagaði sér svona?

Röksemdafærsla hæstv. forsrh. er með öllu óskiljanleg, en virðingarleysið fyrir Alþingi er svo mikið, að úr hófi keyrir.