20.05.1942
Efri deild: 62. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (2350)

136. mál, tollskrá o.fl.

Bernharð Stefánsson:

Hv. 10. landsk. nefndi fund í fjhn. 13. apríl og gat þess í því sambandi, að meðnm. sínir hefðu ekki viljað afgreiða frv. á þskj. 124 þá — En þann dag var ég ekki í bænum, svo að þetta getur ekki átt við mig. Nefndin samþ. þó að leita umsagnar tollstjóra um málið, og þar sem ég var ekki viðstaddur og í n. eiga aðeins sæti, auk mín, hv. 10. landsk. og hv. 1. þm. Reykv., hlýtur hv. 10. landsk. að hafa samþ. þetta sjálfur. Ætti því ekki að kenna öðrum um.