22.05.1942
Efri deild: 65. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 787 í B-deild Alþingistíðinda. (2355)

136. mál, tollskrá o.fl.

Bernharð Stefánsson:

Þetta frv. var borið fram seint á þinginu, kom þaðan af seinna til Ed. og var vísað til fjhn. Nokkru áður höfðu þm. Alþfl. í d. borið fram frv. um breyt. á tollskrá, og á fundi fjhn. Ed. 13. apríl s.l. munu þeir, sem þá mættu í n., hv. 1. þm. Reykv. (MJ) og annar flm., hv. 10. landsk. (ErlÞ), hafa samþ. að senda frv. til tollstjóra. Það var ranghermi hjá hinum síðarnefnda í ræðu hér um daginn, að við samnm. hans hefðum ráðið því, heldur var það ráðstöfun hans sjálfs. Ég var ekki í bænum. Tollstjóri er ekki enn farinn að senda álit sitt á málinu. Nú á þessum fundi er varpað fram af hv. 10. landsk. brtt. á þskj. 501, og er í þeim fólgið þetta frv. hans og hv. 2. landsk.

Þar sem málið hefur um langan tíma verið tekið út úr fjhn. og þinginu og skotið undir dóm annars aðila að nokkru leyti, svo að það hefur gleymzt í þingönnum, og engin sérstök ástæða verið gefin til að setja sig inn í það, treysti ég mér ekki að svo komnu máli til að greiða atkv. um sum atriði þessara brtt. Ég mun greiða atkv. með sumum þeirra, en um flestar verð ég að telja, að þær hafi fengið ónóga athugun. Ég verð í sambandi við þetta mál að vita það harðlega, að á seinustu dögum þings er hrúgað inn í þessa d. mikilsverðum málum frá Nd. og ætlazt til, að hún gjaldi þeim jáyrði sitt breytingalaust eða taki á sig ábyr8ðina af að stöðva þau algerlega. Ef það er meiningin á annað borð að halda áfram þeirri tvískipting þingsins, sem verið hefur frá upphafi, tel ég þessi vinnubrögð; sem höfð hafa verið a.m.k. 3 síðustu árin, alveg óverjandi og skýt því til hæstv. ríkisstj., að henni ber að sjá til þess, að sami háttur verði ekki framvegis. Þegar ég neita að greiða atkv. um þær till. á þskj. 501, sem mér hefur bókstaflega ekki unnizt tími til að athuga, hver áhrif hefðu, ef þær væru samþ., er ég hvorki með því að láta í ljós fylgi við þær né andstöðu.

Um frv. sjálft vil ég segja, að, það miðar yfirleitt að lækkun tolla á nauðsynjum og fer' í rétta átt. Ég hef því skrifað undir nál., þar sem mælt er með frv.