22.05.1942
Efri deild: 65. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (2357)

136. mál, tollskrá o.fl.

1) Bernharð Stefánsson:

Ég vildi mjög gjarnan samþ., að skilyrðislaust yrði ákveðið, að ekki mætti heimta toll af stríðsfarmgjöldum, eins há og þau eru. En þessi till. þykir mér ganga of langt, því að tollskráin var samin með það fyrir augum, að normal-farmgjöld væru reiknuð með til tolls. Segi ég því nei.