13.05.1942
Neðri deild: 57. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (2431)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Bergur Jónsson:

Þetta var nú sköruleg ræða og góð, sem síðasti ræðumaður flutti, eins og hans var von og vísa (!). En ég vissi ekki, satt að segja, að þessi hv. þm. væri svo mikill eins og hann þykist vera. Mér skilst á ræðu hans, að það eiginlega sé hann, sem hafi komið með kjördæmamálið inn á þing. En ég hélt, að þetta mál væri þannig til komið, að það hefði verið borið fram af hálfgerðri rælni af Alþfl. í von um það, að Sjálfstfl. mundi ekki hoppa inn á það, því að það er enginn vafi á því, að Alþfl. er ekkert ánægður yfir þessu fóstri sínu nú. En hv. þm. A.-Húnv. verður að fyrirgefa mér það, að ég trúi ekki á hans stórmennsku í þessu máli. Ég veit ekki til þess, að þessi hv. þm. hafi valdið neinum straumhvörfum í málum hér á hæstv. Alþ., og ég býst ekki við, að það eigi eftir að liggja fyrir hæstv. Alþ. eða honum. Hitt er annað mál, að við höfum vitað til þess, að hér hefur farið fram mjög alvarleg atkvgr. á Alþ. um stórmál, kannske einhver alvarlegasta atkvgr., sem fram hefur farið á hæstv. Alþ., um frestun alþingiskosninga, hvort við ættum af tilgreindum ástæðum að samþ. frestunina eða ekki. Hvernig var þá afstaða þessa stórmennis (!), sem vill, að mér skilst, telja sig föður þessa frv.? Þorði hann þá að segja já um, að hann vildi taka ábyrgð á því að sitja áfram sem alþm. og leggja til hliðar ákvæði stjskr.? Hann sagði ekki já. Sagði hann þá: „Nei, ég ætla að fara til kjósendanna og spyrja þá“? Hann sagði ekki heldur nei. Hann sagði: „Ég greiði ekki atkv.“ Hann var nefnilega skoðunarlaus í málinu. Hann hefur þó setið á þingi síðan og er mikill maður, eftir því sem hann lýsti í síðustu ræðu sinni. En hafði þessi hv. þm. þá ekki ástæðu til að sýna mikilmennsku sína í fyrra með því að taka afstöðu til einhverrar stórvægilegustu ákvörðunar, sem tekin hefur verið hér á hæstv. Alþ.? Hann gerði það a.m.k. ekki. En hann reynir að halda hér ræðu af vanefnum og vanþekkingu um þann frumvarps-óskapnað, sem hér liggur fyrir, og reynir að gefa mönnum í skyn, að hann hafi leikið eitthvert stórt hlutverk í þessu mái. Kannske þetta boði það, að þetta sé eitthvert ráðherraefni, sem hv. 4. þm. Reykv., kommúnistinn, ætlar að fá í þetta ráðuneyti sitt í þeim tilgangi að brjóta niður auðvaldið í landinu, þessi hv. þm., sem aldrei þorir að ganga skref frá því, sem „Kveldúlfsklíkan“, sem hv. 4. þm. Reykv. kallar svo, segir honum að gera. Kannske hann eigi að vera einn af ráðherrunum ?

Hv. 4. þm. Reykv. sagði hér áðan, að verkalýðurinn krefðist þess að fá réttlæti og það væri það, sem lægi að baki þessa frv. Ég get fullvissað þennan hv. þm. um það, að það var ekki krafa verkalýðsins, sem hér er um að ræða. Ekki. einn einasti Íslendingur, sem gerir sér grein fyrir alvöru tímanna og metur stjskr. landsins að nokkru, lítur á þær breyt., sem hér er verið að stofna til á stjskr., sem nokkurn hlut í réttlætisátt eða til hagræðis fyrir landið. En það eru áreiðanlega vissir menn, sem líta á þessa stjskrbreyt. sem hagræði fyrir sjálfa sig. Það gátum við heyrt á ræðu hv. þm. A.-Húnv., enda þótt hæstv. ráðherrar Sjálfstfl. hafi látið þessa umr. anga svo hér, að þeir hafa ekki gert grein fyrir skoðun sinni á málinu, síðan hæstv. fjmrh. talaði hér við 1. umr. um málið. En hinn ráðh. Sjálfstfl. hefur ekkert sagt enn í þessu máli.

Í ræðu hv. þm. A.- Húnv. var endurtekið sama, sem hafði komið hér fram í dag í ræðum þriggja hv. þm., um það, að hægt væri á næsta þingi að setja þau nauðsynlegu ákvæði í fullveldismálinu inn í stjskr. Ég benti á það í kvöld í fyrri ræðu minni, að vegna ákvæðanna um stundar sakir, sem ætlazt er til, að verði í þeirri stjskrbreyt., sem nú er verið að reyna að fá samþ., þá er það í raun og veru ómögulegt að gera slíkt á næsta þingi. Ég skoraði á þá menn, sem voru að slá um sig með því hér í þinginu, að þeir ætluðu að fara að breyta fullveldismálinu á næsta þingi án þess að stofna til þrennra kosninga, að skýra frá, hvernig þeir gerðu sér grein fyrir framkvæmd á því. Ekkert svar hefur komið við þessari áskorun minni enn þá. En það hefur enginn af þessum hv. þm. gengið í gildruna aftur nema hv. þm. A.-Húnv., sem óð hér fram eins og blessað barn, það blessað barn, sem hann er. Hann hafði ekki veitt því nokkra athygli, að nein ljón væru á veginum í þessu efni:

Það lítur út fyrir, að það sé nú tízka hjá öllum flokkum, sem með þessu máli eru, að tala illa um Framsfl. Einn hv. þm. sagði það í dag, að öll löggjöf, sem sett hefði verið, síðan framsóknarmenn hefðu komið í stjórn, hefði verið gerð þvert á móti vilja þjóðarinnar. Það var einn af hv. þm. Sjálfstfl. (5. þm. Reykv., SK). Hv. 4. þm. Reykv. (EOl), sem er fyrir hinn svokallaða Sósíalistafl., Sameiningarflokk alþýðu, hann fór illum orðum um Framsfl. í sambandi við Kveldúlf, Landsbankann o.s.frv. Og svo kom hv. þm. A.-Húnv., þessi mikli maður (!), sem hvorki sagði já né nei í fyrra, og sagði, að alls staðar væri nú þessi ófriður, þar sem þessir framsóknarmenn kæmu, og mér skildist, að það, sem mestur ófriður stafaði af, væru hlutfallskosningarnar í bæjar- og sveitarstjórnir. En það var Alþfl., sem fyrst kom fram með þær till., og Framsfl. samþ. þær. Og ég get bent á tvo mætamenn úr hans flokki, hv. 7. landsk. (GÞ) og hv. fyrrv. þm. Snæf. (Thor Thors), sem þá voru í allshn., sem báðir voru með þessu. Ég var ekki á þinginu þá, þegar þetta var samþ. En þessir hv. þm. voru með því að hafa hlutfallskosningar um bæjarstjórnir og sveitarstjórnir (GÞ: Hvenær var það, með leyfi?). Það var 136. Þá var ég ekki á þingi, því að ég lá veikur. En ég hefði sennilega verið með því.

Annað var það, sem hv. þm. A.- Húnv. nefndi í sambandi við þann ófrið, sem alltaf skyldi fylgja þessum framsóknarmönnum, hvar sem þeir færu, að þeir hefðu komið á hlutfallskosningum til búnaðarþings. En hvernig er það nú annars? Mig minnir, að sumir hv. þm. Sjálfstfl. séu stundum að tala um það, og það í Morgunblaðinu, — og borgarstjóri hefur talað um það líka, — að Sjálfstfl. sé allmikill verkalýðsflokkur og sé verkalýðnum ákaflega vinveittur. En hvernig er það með kosningafyrirkomulagið í verkalýðsfélögunum? Hvernig eru menn kosni þar? Veit hv. þm. A.-Húnv. það? Veit hann það, að það eru sams konar kosningar eins og í einmennings- og tvímenningskjördæmunum til Alþ., sem eru í öllum verkalýðsfélögum landsins og, ég held, svo að segja í öllum félagsskap í landinu, — veit hann það? Ég gekk nú í þeirri trú, að það hefðu verið jafnaðarmenn, sem búið hefðu til þetta frv. og lagt það fyrir þingið. En ef það hefur verið hv. þm. A.-Húnv., sem hefur gert það, hvernig stendur þá á því, að hann, þessi mikli maður og þessi mæti fulltrúi verkalýðsins, reynir ekki að koma því til vegar, að teknar verði upp hlutfallskosningar í verkalýðsfélögunum? Hvers vegna hafa þeir flokksmenn hans ekki barizt fyrir því?

Ég hefði nú, enda þótt ræða hv. þm. A.- Húnv. gæfi nokkurt tilefni til aths., líklega ekki staðið upp, ef ekki hefði komið fram hjá hv. frsm. meiri hl. stjskrn. (ÁÁ) það hér í kvöld, sem ekki má láta ósvarað. Hann sagðist lengi hafa furðað sig á því, hversu lengi Reykvíkingar hefðu þolað það, að Alþ. hefði ekkert fyrir þá gert. Ég veit ekki, hvort hann hefur, þegar hann sagði þetta, hugsað þá um það tímabil, þegar hann var hæstv. forsrh., eða einhver önnur tímabil yfirleitt. g get vel sagt það fyrir mitt leyti, að síðan ég kom á þing; veit ég ekki til þess, að Alþ. hafi nokkurn tíma gengið á móti einu einasta hagsmunamáli fyrir Reykjavík, sem fyrir þingið hefur verið lagt. Ég veit ekki annað en hæstv. Alþ. hafi samþ., að ríkið gengi í ábyrgð fyrir stórkostlegum milljónalánum fyrir Rvík, svo sem til Sogsvirkjunarinnar, hitaveitunnar o.þ.l., og samþ. lög um happdrætti fyrir háskólann í Rvík. Hæstv. Alþ. hefur samþ. þetta, og þá framsóknarmenn líka. Þá hefur Alþ. samþ., að Skildinganes yrði innlimað Rvík, og það liggur fyrir þessu þingi frv. um að taka part af Vatnsendalandi og leggja það undir Rvík. Þessi mál hafa verið samþ. af framsóknarmönnum alveg eins og af öðrum hv. þm. Ég veit ekki, hvort það hefur verið meining hv. þm. V.-Ísf. að beina því að okkur framsóknarmönnum, að við hefðum staðið í vegi fyrir framfanamálum Rvíkur hér á þingi. En ef svo er, þá vil ég, af því að þessi hv. þm. er svo merkur maður, sem lengi hefur verið í ábyrgðarmiklum stöðum, ekki láta það ómótmælt, því að hæstv. Alþ. hefur alls ekki traðkað neitt á réttinda- eða framfaramálum Reykv. En hitt er áreiðanlegt, sem við vitum báðir, hv. þm. V.-Ísf. og ég, að áhugamál ýmissa annarra kjördæma á landinu hafa gersamlega verið fyrir borð borin hér á hæstv. Alþ. aftur og aftur. Ef hv. þm. V.-Ísf. finnst, að hagsmuna Rvíkur hafi ekki verið gætt hér á hæstv. Alþ., eins og átt hefði að vera, (sem, ég þó efast um, að honum finnist, þegar hann fer að athuga það nánar), þá er eðlilegt, að hann vilji breyta kjördæmaskipuninni í þá átt, að flokksstjórnirnar, sem eru í Rvík, hafi sem ,mest völd við kosningar og geti ráðið sem mestu um val fulltrúa til Alþ. En í þá átt stefnir þessi litla kákbreyting, sem hér er um að ræða, að svo miklu leyti sem hún er fugl eða fiskur. Og það er viðvíkjandi þeim breyt., sem verið er að gera þarna í sambandi við 6 kjördæmi í landinu. Þar er, með því að taka upp hlutfallskosningar í þessum 6 kjördæmum, verið að reyna að koma því til vegar, að á 1/3 eða 1/5 eða 1/6 atkv. í þessum kjördæmum sé hægt að koma inn á þing mönnum, sem menn í þessum kjördæmum alls ekki treysta, en sem flokksstjórnir héðan úr Rvík hafa sent. Það er síður en svo, að ég hafi neitt við það að athuga, þó að Rvík hafi nægilega fulltrúatölu á þingi, og ég álit rangt að ganga á hennar málefni hér. En það hefur heldur ekki verið gert. Hún hefur því ekki undan neinu að kvarta. Og hv. þm. V.-Ísf. getur gengið á milli manna hér í Rvík og spurt íbúana sjálfa um það, og mun hann þá komast að raun um, að allir þeir Reykvíkingar, sem hafa haft opin augu og hafa réttlætistilfinningu, vita vel, að það er ekki gengið á rétt Rvíkur hér á hæstv. Alþ.

Hv. frsm. meiri hl. n. (ÁÁ) sagði í svari sínu til hv. 1. þm. Rang. (SvbH), sem mig minnir, að hann orðaði á þá leið, að hv. 1. þm. Rang. sagði ekkert, sem stæði í vegi fyrir því að vinna bug á erfiðleikunum, sem nú eru fyrir hendi eða geta komið, annað en þessa stjskrbreyt. En það er annað, sem kemur fram í ræðum hér og kom greinilega fram í ræðu hv. frsm. meiri hl. og reyndar hlýtur að liggja til grundvallar ljá fjölda mörgum mönnum, sem standa bak við þetta frv. Það er það, að þeir virðast ekki sjá neitt annað ráð til þess að berjast við erfiðleikana nú heldur en að káka við breyt. á kjördæmaskipuninni, því að það er það eina, sem á að gera, að koma upp málamyndastj. bara til þess að koma fram smávægilegri breyt. á kjördæmaskipuninni, sem þessir menn vita vel, að verður aldrei til frambúðar og enginn vill hafa til frambúðar, en láta jafnframt alveg hjá líða að gera nokkra rannsókn á öðrum ákvæðum stjskr., sem þó verður að breyta, áður en langt líður. Þessi stjórnskipunarl. eru, hvað sem menn vilja gera lítið úr þeim hér, grundvöllurinn undirréttarskipun þjóðfélagsins. Og það er alveg ósæmilegt fyrir hæstv. Alþ. að leika sér með slík lög sem þessi, og algerlega ósæmilegt, þegar vitað er, að það verður að taka stjskr. til rækilegrar yfirvegunar í mjög mikilvægum atriðum, að vera að stofna til fleiri kosninga og baráttu um viðkvæmt deilumál, sem snertir aðeins eitt atriði stjskr., vitandi það, að önnur slík barátta hlýtur að koma rétt strax á eftir. En það er það, sem verið er að stofna til með þessu. En hin rétta stefna er sú, að mínu áliti, að reyna það, sem hægt er nú, til að snúa sér að þeim verkum, sem snerta lífræn vandamál yfirstandandi tíma, en stofna hins vegar til kyrrlátrar og vandaðrar vinnu að því að undirbúa rækilega þær breyt. á stjskr., sem þarf að gera áður en langt líður.

Það hefur gloprazt út úr mörgum þeim, sem fylgja þessu frv., að það, sem þurfi að heimta, sé réttlæti og jafnrétti milli flokka. Þarna liggur aðalatriðið í því, sem verið er að reyna að gera. Það er ekki á neinn hátt verið hér að reyna að jafna réttindi meðal kjósendanna í landinu, heldur að auka vald flokksstj. yfir kjósendunum í landinu, — gera kjósendurna helzt áhrifalausa hér á hæstv. Alþ., kjósendur, sem meira meta mannkosti og hæfileika til þingmennsku heldur en flokksfylgi og náð hjá stjórnmálaleiðtogum. Það er brask stjórnmálaleiðtoganna með kjósendur landsins, sem hér er verið að stofna til.

Ég hirði ekki um að fara að rekja nákvæmlega þau alvörumál, sem nú liggja fram undan. Ég veit, að hv. þm. V.-Ísf. er svo greindur maður og hefur það mikla þekkingu, að hann veit mjög vel, að það er ekki rétt að tala með neinni léttúð um tímana, eins og þeir eru nú, þó að við höfum mikið af peningum. Hann sagði í ræðu sinni, að nú værum við miklu öruggari, vegna þess að við værum undir hervernd stórs herveldis. Þetta er alveg rétt. Við erum sennilega miklu öruggari, að svo miklu leyti sem þeir geta varið okkur, ef á okkur verður ráðizt. Hitt er svo annað mál, að þótt við hefðum neitað að láta þessa þjóð taka að sér hervernd landsins, þá værum við af hinum aðilanum samt skoðaðir sem ófriðaraðili. Það yrði enginn greinarmunur gerður á okkar skipum og þeirra, eða á fólkinu g hermönnunum, ef landið yrði fyrir árás. Og þau eru svo óteljandi vandamálin í þessu sambandi, að það mætti æra óstöðugan að tala um það. Og ef menn vilja gera lítið úr alvöru tímanna og í því sambandi afstöðu okkar vegna setuliðsins þá vil ég spyrja: Minnast menn þess ekki, að 2 Íslendingar hafa verið drepnir og 1 særður, að því er við bezt vitum, saklausir? Og hverju megum við ekki búast við í framtíðinni?