18.05.1942
Neðri deild: 60. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 913 í B-deild Alþingistíðinda. (2446)

38. mál, stjórnarskipunarlög

*Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Sú ósk hefur komið hér fram, að meiri hl. hætti að tala um réttlæti í sambandi við þetta mál, af því að hann skildi ekki, hvað réttlæti er, en mér er ómögulegt að verða við þeirri ósk.

Hv. 1. þm. S.- M. talaði um það hróplega ranglæti, að meiri hl. í tvímenningskjördæmunum fengi kannske ekki nema 1 þm., og það gæti jafnvel komið fyrir, að hann, fengi engan þm. Ef hv. þm. leggur svona ríka áherzlu á þetta atriði, þá ætti hann að geta skilið það, að það er líka ranglæti, ef sterkur meiri hl. í landinu öllu fær minnihlutaþm. Og það er þetta, sem við köllum réttlæti, að það sé tryggt, svo sem verða má. að meiri hl. í landinu njóti sín, fái meiri hl. á þingi. Hitt köllum við líka réttlæti, að minni hl. fái einnig að njóta sín. Það er þetta, sem við köllum réttlæti, að þeir njóti sín báðir hlufallslega. Á þessari meginreglu hyggjast þær till., sem hér eru bornar fram. Þær byggjast ekki á þeim hugsunarhætti, að hin einstöku kjördæmi séu sjálfstæð ríki, sem komi bókstaflega ekkert við, hvað gerist í hinum kjördæmunum. Þær byggjast á því, að þessi einstöku kjördæmi séu partar af heildinni, og að það eigi að vera samræmi á milli útkomunnar í kjördæmunum yfirleitt og þingsetu hér á Alþ. Það er þetta, sem við köllum réttlæti.

Nú er kvartað stórlega yfir því, að það get í komið fyrir, að minnihlutaflokkur fái annan eða jafnvel búða þm. í tvímenningskjördæmum. En það er þá ekkí úr háum söðli að detta. Einn hv. þm., hv. þm. Barð., tók það dæmi, að ef 5 framboðslistar væru í tvímenningskjördæmi og hlutfallskosning væri við höfð, þá gæti svo farið, að minni hl. fengi kosna báða þm. En það er ekki úr háum söðli að detta. Hvernig mundi geta farið með núverandi fyrirkomulagi, sem eitt virðist vera réttlátt í augum andstæðinga þessa frv.? Við skulum hugsa okkur 5 flokka, og að einn fái 400 atkv. og báða þm. kosna, en hinir 4, hver fyrir sig, 399 atkv. Með þessu ágæta fyrirkomulagi er þá þessi möguleiki til, að einn flokkur, sem hefur 400 atkv., getur fengið báða þm. kosna, en fjórir flokkar með tæplega 1940 atkv. engan þm. Ég vil biðja hv. þm. að hneykslast líka á þessu og kalla það ekki eitt réttlætið. (BÁ: En hvernig fara þá hinir 3?.) Þessir 3 munu fá engan. Þeir fara að vísu ekki. vel út úr því, en þó betur heldur en með núverandi fyrirkomulagi, því að ef hlutfallskosningar væru, þá kæmu atkv. þeirra kannske til jöfnunar. Skiptingin er því skárri, þótt hún sé ekki góð. En ég vil hugga hv. andstæðinga þessa máls með því, að það eru uppbótarsætin, sem eiga, svo langt sem þau ná, að jafna hlut þeirra, sem eru fyrir borð bornir í kjördæmunum, og samt leggja þessir hv. þm. til, að uppbótarsætunum sé fækkað úr 11 í 8. Þeir óttast, að hér sé verið að skapa óréttlæti og bera rétt meiri hl. fyrir borð, en um leið leggja þeir til, að uppbótarþingsætunum sé fækkað.

Ég skal ekki fara langt út í þetta mál, en með því er verið að gera tilraun til þess, að komið verði á meiri jöfnuði um atkv. og atkvæðisrétt en verið hefur. Og ef þingið breytir einhvern tíma síðar því, sem hér er lagt til, sem vel getur orðið, þá verður það í þá átt einungis, að framkvæma þessa reglu betur en hér er um að ræða. Það verður aldrei stigið spor til baka í þessu efni.