21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 939 í B-deild Alþingistíðinda. (2471)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (EÁrna):

Ég vil óska þess, að hv. dm. takmarki ræðutíma sinn, svo sem hægt er. Það er vilji flestra, að þingi geti orðið lokið sem fyrst, en til þess að hægt sé að koma áfram aðalmálum þingsins, væri það mikil fyrirgreiðsla, ef þessari 2. umr. gæti orðið lokið í dag. Þetta er aðeins ósk mín. Hv. dm. hafa fullt frelsi.