21.05.1942
Efri deild: 63. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (2480)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Bernharð Stefánsson:

Ég þarf nú ekki einu sinni 5 mínútur. Ég veit ekki, hvort ég á að þakka svör ráðh., (því að þeir gáfu engin skýr svör, heldur voru með vífilengjur. Svo mikið skildi ég þó, að brtt. þýðir ekki að bera fram. Það er því staðfest, að þessu máli er ráðið til fullra lykta utan þingsins og öll hlutdeild okkar framsóknarmanna útilokuð.

Til þess að málið ljúkist fljótt, skal ég nú ekki segja meira, þótt tilefni hafi gefizt til þess. Ég mun því ekki ræða meira hér, en geymi það þar til síðar.