19.03.1942
Neðri deild: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (2499)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Jóhann G. Möller:

Ég vildi beina þeim tilmælum til hæstv. fjmrh., að hann vildi vera svo vænn að koma þessari áskorun minni til ríkisstj., sem ég bar fram áðan. Því að það mun sízt vera minni hætta búin eignum manna hér á landi af völdum stríðsins en í fyrra, þegar samþ. voru l. um stríðsbótatryggingar fyrir svo .að segja alla hluti í landinu, jafnt nauðsynlega og ónauðsynlega.

Og ég vil beina því til hæstv. ríkisstj. að hún geri eitthvað í því að tryggja líf landsmanna fyrir stríðshættunni.