07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 963 í B-deild Alþingistíðinda. (2512)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Einar Olgeirsson:

Mig langar að beina þeirri fyrirspura til hæstv. ríkisstj., hvort það sé rétt, sem sagt er frá í Tímanum síðasta þriðjudag, að samningar hafi verið gerðir milli ríkisstj. og yfirmanna setuliðsins um vinnu verkamanna í þágu þeirra erlendu herja, sem hér eru, með þeim árangri, að þar verði m talsverða fækkun að ræða. Mér fyndist vægast sagt viðkunnanlegt, að Alþ. fengi að vita af því, ef svona ráðstafanir eru gerðar. Það er hart, að maður skuli þurfa að lesa í blöðum um slíkar framkvæmdir, sem maður hefði getað búizt við, að hæstv. stj. hefði skýrt frá hér á þingi. Ég vil því mælast til þess, að hæstv. ráðh. skýri frá því, hvort þetta er rétt, og gefi nánari upplýsingar, ef það reynist vera satt.