07.05.1942
Neðri deild: 53. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 963 í B-deild Alþingistíðinda. (2514)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Einar Olgeirsson:

Það virðist ganga erfiðlega að fá upplýsingar um þetta mál. Mér er kunnugt unn, að í Ed. var í gær gerð fyrirspurn um þetta sama mál. Þar var hæstv. forsrh. til svara, og hann gat jafnmiklar upplýsingar gefið og hæstv. fjmrh. nú. Líklega hefur hæstv. forsrh. lesið Tímann, en ekkert vildi hann um það segja, hvort hann segði satt. Vitnaði hann sérstaklega til hæstv. atvmrh., að hann mundi helzt vita,. hvað gerst hefði í málinu, en ég vil þá mælast til þess, ef svo einkennilega skyldi vilja til, að hæstv. atvmrh. sæist hér, að hann fengi að vita um þessa fyrirspurn, svo að hann gæti svarað henni.