23.05.1942
Sameinað þing: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í B-deild Alþingistíðinda. (2545)

Þingfrestun og þingrof

forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Með því að hið háa Alþingi hefur nú veitt samþykki sitt til þess að fresta fundum Alþingis, samkv. þáltill. á þskj. 509,. er nú hefur verið samþ., þá leyfi ég mér að tilkynna hinu háa Alþingi, að samkv. umboði því, sem felst í ríkisstjórabréfi, dagsettu í dag, er ég hef lesið upp, fresta ég fundum Alþingis fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið.

Þá vil ég leyfa mér að lesa upp bréf ríkisstjóra um þingrof:

„Ríkisstjóri Íslands gerir kunnugt:

Þar eð Alþingi hefur samþykkt frv. til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá ríkisins 18. maí 1920 og stjórnarskipunarlögum nr. 22. 24. marz 1934, verður samkv. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. téð stjórnarskipunarlög, að rjúfa Alþingi:

Fyrir því mæli ég svo fyrir, að Alþingi, sem þá situr, skuli rofið frá þeim. degi að telja, er almennar kosningar til Alþingis fara fram á þessu sumri.

Gert í Reykjavík, 23. maí 1942.

Sveinn Björnsson.

Ólafur Thors:“

Og að lokum skal ég lesa ríkisstjórabréf um alþingiskosningar:

„Ríkisstjóri Íslands gerir kunnugt:

Með því að ég hef með bréfi, dagsettu í dag, rofið Alþingi frá þeim degi að telja., sem almennar kosningar til Alþingis fara fram á þessu sumri, ber samkv. stjórnarskránni að láta almennar kosningar til Alþingis fara fram.

Fyrir því mæli ég svo fyrir, að almennar kosningar til Alþingis skuli fara fram sunndaginn 5. júlí n.k.

Gert í Reykjavík, 23. maí 1942.

Sveinn Björnsson,

Ólafur Thors.“