22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í D-deild Alþingistíðinda. (2645)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Forseti (GSv):

Þingfararkaupsn. óskar þess eindregið, að hv. þm. skili reikningum sínum fyrir hádegi á morgun. Tilætlunin er og samkomulag milli aðalforseta þingsins að ljúka störfum á morgun. Um leið hefur komið tilkynning frá hæstv. forsrh. um að fresta fundum, þar eð tilgangurinn mun vera að láta umboð þm. ekki falla niður fyrr en nauðsyn krefur.

Af þessu, sem þegar er orðið samkomulag um milli forsetanna og styðst við eindreginn vilja þm. utan Rvíkur, að enda störf þingsins á morgun — en sé þeim tilgangi raskað á einn eða annan hátt, getur þingið orðið óútreiknanlega langsækið fram í næstu viku —, verður það lagt undir dóm þm., hvort þeir vilja taka ný mál inn á dagskrána í Sþ. Ég treysti mér ekki til að taka inn ný mál, nema þau, sem miða beint að því að enda þetta þing; en það verður að ráðast, hvort alþm. vilja knýja inn ný mál.