22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í D-deild Alþingistíðinda. (2646)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Hermann Jónasson:

Mig grunaði, að þessi vinnubrögð yrðu höfð, því að það liggur fyrir yfirlýsing úr blöðum tveggja flokka, að þeir séu fylgjandi þeim leigumála, sem till. mín er út af, aðeins með aths. við formið. Það er því bezta aðferðin að láta hæstv. forseta halda ræðu um, að ekki sé hægt að taka málið fyrir, en það eru bara undanbrögð.