22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í D-deild Alþingistíðinda. (2647)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Dómsmrh. (Jakob Möller):

Hv. þm. Str. hefur framið stjórnarathöfn, sem er einsdæmi. Ég vil gera honum og öðrum hv. þm. þann greiða að gera grein fyrir henni. Hann hefur leigt ríkisverksmiðju á þann hátt, að ríkissjóður verður beinlínis að gefa með rekstrinum. Ég efast um, að hv. þm. kæri sig um að fá þetta mál til atkvgr., þegar þeir vita þetta, og ég efast um, að hv. þm. Str. hafi vitað það, því að hann lét undir höfuð leggjast að bera sig saman við forstjóra fyrirtækisins. (EOl: Er þetta um þingsköp?) Eg hef ekkert á móti því, að þetta komi til umr., og ef hv. þm. Str. hefur Framsfl. bak við sig, vil ég gjarnan, að það komi fram.