22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (2650)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Dómsmrh. (Jakob Möller):

Það er hreinn skáldskapur hjá hv. þm. Str., ef hann vill gefa í skyn, að ég hafi nokkru sinni samþ. þennan leigumála, sem líklega hefur ekki einu sinni verið kominn í heila hv. þm., þegar verkfallið stóð yfir.

Annars vil ég vekja athygli á því, að prentararnir geta látið þetta mál ganga til dómstólanna, ef þeir vilja, enda hafa þeir tilkynnt, að þeir muni gera það, eða þolir ekki hv. þm. Str., að þetta mál komi undir dómstólana?