22.05.1942
Sameinað þing: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í D-deild Alþingistíðinda. (2651)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Sveinbjörn Högnason:

Ég vildi aðeins benda á það í þessu sambandi, að það mun alveg óhætt að skjóta því undir dóm hv. þdm., hvorum þeir trúi betur, þeim ráðh., sem fór úr stj., eða þeim, sem kom og nú situr í ráðh.-sæti. Ég vil bara spyrja að því, hvað oft ætla þessir hæstv. ráðh. að gera sig bera að því að gera sín eigin orð ómerk, þau sem þeir hafa áður haft um hönd? Halda þeir, að það sé ekki nóg komið af þessu, þó að þeir haldi ekki áfram? Ég sé ekki betur en að það sé alveg sjálfsagt að láta þingið skera úr þessu.