23.05.1942
Sameinað þing: 21. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í D-deild Alþingistíðinda. (2657)

151. mál, ríkisprentsmiðjan Gutenberg

Forseti (GSv):

Enda þótt hv. fyrirspyrjandi sé ekki sá eiginlegi aðstandandi þessa máls. þá mun ég gefa skýrslu um þetta að gefnu tilefni. Er hún í samræmi við það, sem ég lét getið á fundinum í gær, þegar þetta mál kom til nokkurrar umræðu utan dagskrár. Ég ráðfærði mig, þegar tök voru á, við forseta deildanna, og við allir í sameiningu vorum ásáttir um það og tókum þá ályktun, að ekki væri hægt, vegna starfa þingsins og vegna þess, hvað búið var að ákvarða um brottför þingmanna í dag, sem þeir höfðu mjög óskað eftir, að fá neinn tíma til að taka neitt nýtt mál, og var hið sama fram tekið af mér áður. Fyrir því voru hvorki eldri mál né þetta nýjasta mál tekið á dagskrá.