09.03.1942
Efri deild: 12. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í C-deild Alþingistíðinda. (323)

26. mál, Háskóli Íslands

Flm. (Páll Zóphóníasson):

Ég skal ekki þreyta menn með langri framsögu um þetta mál, enda er þess ekki þörf, því að það er öllum kunnugt frá síðasta aðalþingi. Þá voru samþ. l., sem hér er gert ráð fyrir að breyta. Þá kom ég fram með brtt. um sama efni og það, sem er í þessu frv. Þá var því lýst yfir af sumum ræðumönnum, þar á meðal hæstv. forsrh., að þeir teldu þá breyt. sjálfsagða og eðlilega, en þá töldu þeir hættu á, að málið dagaði uppi, ef farið yrði að senda það á ný til Nd., þar sem áliðið var þings. Nú vænti ég, að enginn þurfi að greiða atkv. um þetta mál á móti sannfæringu sinni, því að nú er ekki áliðnara en svo, að málið getur komið áfram þess vegna.

Ég skal ekki á þessu stigi málsins rökræðu, hvernig ég tel, að eigi að opna hagfæðideild og guðfræðideild og jafnvel atvinnudeild fyrir öðrum en stúdentum. Það var rætt allrækilega á síðasta þingi af hv. þm. S.-Þ., og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það, þar sem sömu menn eru í d. nú og þá.

Ég legg svo til, að þessu frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til menntmn., sem ég vænti, að geri því fljót og góð skil.