26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í C-deild Alþingistíðinda. (357)

4. mál, frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík

*Finnur Jónsson:

Það hefur þó unnizt á við þessa umr., að fengizt hefur játning hæstv. fjmrh., að í prentaraverkfallinu gat Sjálfstfl. gefið út blöð sín a.m.k. jafnstór og blað Alþfl. En þetta nægði ekki Sjálfstfl. Hann þurfti að fá blöð sín gefin út með venjulegum hætti, og bilið Sjálfstfl. eru a.m.k. þrisvar sinnum stærri en blað Alþfl. Ég fyrir mitt leyti get ekki annað séð en að þetta sé gjaldþrotsyfirlýsing frá hæstv. fjmrh. á stefnu Sjálfstfl. Og eftir því sem felst í stefnu Sjálfstfl. og framkvæmdum er mjög skiljanlegt, að þessi yfirlýsing sé rétt.

Það var ég, en ekki hv. þm. Seyðf., sem sagði, að l. um gerðardóm hefðu verið sett beinlínis til að spilla samkomulaginu milli atvinnurekenda og verkamanna, og ég benti á það m.a., að samningar voru ónýttir, sem atvinnurekendur og verkamenn voru búnir að gera með sér. Verður það eina verk þessa svo kallaða gerðardóms að ónýta slíka samninga. Ef atvinnurekendur hafa verið búnir að gangast inn á vissa kauphækkun verkamanna, er verkamönnum illa við, er þeir ganga á bak orða sinna. Má nærri geta, hvort verkamenn vinna með góðum vilja, þegar gengið er þannig á rétt þeirra.

Hæstv. fjmrh. talaði um, að þrátt fyrir hörð orð um aðgerðir stj. í þessum málum, þá hefði hann setið í sæti sínu allan tímann og ekki kvartað. Þetta er mjög óvanalegt undir ræðum þm., því að vanalega tala þrír ráðh. hver úr sínu horni fram í ræður þm. Á þennan hátt hafa þeir viljað takmarka ræðutíma þm.

Hæstv. fjmrh. sagði, að Stefán Jóh. Stefánsson hefði átt kost á því að svara fyrir sig. Það hefur verið rætt hér af öðrum hv. þm., þegar ráðizt var á ráðh. Alþfl. og flokkinn sjálfan með taumlausum áróðri af hálfu ráðh., þegar þeir gerðu grein fyrir gerðardómsl. í útvarpinu. Þá var Stefáni Jóh. Stefánssyni neitað að svara, og ég bið hæstv. fjmrh. að leiðrétta mig, ef ég fer með rangt mál. En það er rétt, að tveimur mönnum, sem höfðu verið bornir því, sem þeir kölluðu lognar sakir, af hæstv. fjmrh. í útvarpinu, gafst tækifæri til, eftir langa mæðu og mikla eftirgangsmuni, að fá birtar aths. sínar í útvarpinu við ræðu fjmrh. Hæstv. fjmrh. hefur ekki heldur farið með rétt mál viðvíkjandi þeim upplýsingum, sem Stefán Jóh. Stefánsson gaf í ríkisstj. Hann sagðist í erindi sínu hafa gefið þær upplýsingar í ríkisstj., að engar slíkar kröfur um grunnkaupshækkun yrðu settar fram. Hefur áður verið á það bent, að fyrrv. félmrh. hafi sagt, að engin sérstök eða almenn hreyfing sé í þá átt, og með því að fella niður orðin „sérstök“ og „almenn“ var allt önnur meining í því, sem hæstv. fjmrh. hafði eftir fyrrv. félmrh., en átti að vera. Auk þess hefur aðstaðan breytzt; síðan hæstv. fyrrv. félmrh. gaf upplýsingar sínar. Þá vissu menn ekki annað en að ríkisstj. mundi rækja þau loforð, sem hún hafði gefið á Alþ., og láta dýrtíðarl. koma til framkvæmda. En það var eins og ríkisstj. gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til að auka dýrtíðina. Eftir að þingið var farið heim s.l. haust, hækkuðu landbúnaðarafurðir upp úr öllu valdi. Sama álagningin var lögð á hundraðshluta erlendra vara eins og áður hafði verið. Auk þess var ekkert gefið eftir af tollunum, sem Alþ. hafði ætlazt til. Var ekki annað sjáanlegt, en að ríkisstj. ætlaði sér að spenna dýrtíðina upp úr öllu valdi. Einmitt meðan ríkisstj. gerir allt til að auka dýrtíðina, gerir hún ráðstafanir til að koma í veg fyrir allar grunnkaupshækkanir.

Þá vil ég víkja nokkrum orðum að ræðu hæstv. forsrh. á þessum fundi. Hæstv. forsrh. hélt því fram í fyrradag, að afstaða Alþfl. til Bretavinnunnar hefði verið önnur, meðan Alþfl, herði átt ráðh. í ríkisstj.; heldur en eftir að hann sagði af sér. Ég benti þá á það, að í nóv. s.l. hefðu fulltrúar Alþfl. í svo kallaðri Bretavinnunefnd lagt til, að mönnum í Bretavinnunni yrði fækkað um 600 manns á tímabilinu frá 1. febr. þ.á. til 1. maí. Hæstv. forsrh. sagði, að fyrrv. félmrh. hefði ekki greitt atkvæði móti slíkri fækkun í ríkisstj., enda hefði engin atkvgr. farið fram. Það er nokkuð undarlegt, að ekki hafi verið greitt atkv. við atkvgr., sem aldrei hafi farið fram. En fulltrúi Alþfl. í Bretavinnun. var á annarri skoðun en meðnm. hans. Þeir höfðu lagt til, að fækkað yrði í Bretavinnunni frá 1. marz til 1. maí um 1200 menn frá því, sem var um áramót. Þessar till. Alþfl. eru ekki nýjar, þær eru frá 20. nóv. í haust.

Nokkrar umr. urðu um þá till. í ríkisstj. að banna blöð, og gekk hæstv. forsrh. svo langt, að hann sagði, að ráðh. Alþfl. hefði viljað banna Þjóðviljann með brbl. Hvað Þjóðviljanum viðvíkur, þá gátu skrif baðsins verið hættuleg gagnvart aðstöðu landsins út á við, og hefði því verið rétt að banna hann á þeim grundvelli. — Það fór líka svo á endanum, að af því að ríkisstj. vildi ekki taka afstöðu til þessa máls, þá gripu Bretar til sinna ráða. En hitt er alveg rangt, að Alþfl. hafi komið til hugar að banna blöð með brbl. Það hlýtur að vera misminni hæstv. forsrh. Það kom aldrei til mála að banna Þjóðviljann vegna andstöðu hans við ríkisstj., heldur sökum afstöðu hans gagnvart hinu erlenda valdi hér í landinu, og það er sitt hvað. Hæstv. forsrh. fullyrti, að Alþýðublaðið hefði aldrei komið út frá því verkfallið hófst, án þess að hvetja menn til að óhlýðnast hinum þá nýsettu lögum. Getur hæstv. ráðh. staðið við þessi ummæli sín alþýðublaðið hvatti menn aldrei til að gerast brotlegir við I., heldur hið gagnstæða. Ef til vill á hæstv. ráðh. við það, þegar Alþýðublaðið leiðrétti þá frétt, sem útvarpið flutti, að öllum þeim, er horfið hefðu frá vinnu, bæri skylda til að koma til vinnu sinnar strax daginn sem lögin voru sett. En sú tilkynning var ekki rétt, eins og Alþýðublaðið tók fram. Hæstv. forsrh. hefur í þessum umr. blandað saman starfi ofbeldisflokks og heilbrigðri gagnrýni á ríkisstj. í innanlandsmálum, og skil ég ekki, hvernig hann hefur getað ruglað þessu saman.

Ég vil ekki vera að blanda mér í umr. hv. þm. Seyðf. og hæstv. forsrh. um þá velmegun, sem þeir tala um. annar hjá verkamönnum og hinn hjá bændum. Ég hef bent á, að illa eigi við af fulltrúum bænda og verkamanna að metast á um þessa hluti, sérstaklega nú á tímum, þegar stríðsgróðinn rennur milljónum saman í vasa einstakra manna hér á landi. Á meðan þeir rífast um þetta, fitna sjálfstæðismaurapúkarnir og raka saman fé.

Það var sagt af hæstv. fjmrh., að þessi svo nefndu gerðardómsl. væru af mörgum sögð þörf fyrir atvinnurekendur, og vildi hann afsanna þetta. Í þessum l. er heimild til að ákveða taxta fyrir viðgerðir véla, saumaskap o.fl., en það hefur verður vanrækt, og verður sjálfsagt bið á, að það verði gert, en aftur á móti hefur gerðardómurinn lækkað laun verkafólks, og er það hið eina, sem hann hefur framkvæmt. Af þessu er það augljóst mál, að gerðardómurinn er stéttadómur.

Svo vil ég víkja nokkrum orðum að fyrirspurn, sem ég gerði í gær til hæstv. forsrh. — Hann svaraði henni ekki eins greinilega og ég hefði óskað, og því mun ég bera hana fram aftur, ef hæstv. ráðh. heyrir til mín. Fyrirspurnin var viðvíkjandi alþingiskosningum í vor. — Það hefur heyrzt, að frestun kosninga í Reykjavík hafi vakið ugg um, að í ráði væri að fresta einnig kosningunum í vor. Fyrirspurnin var á þessa leið orðrétt: „Það er vitanlegt og var viðurkennt, þegar kosningafrestunin var framkvæmd, að grundvöllurinn undir kosningafrestuninni var samstarf þriggja flokka í ríkisstj. og það, að ekki yrði gengið á rétt einstakra stétta. Alþfl. hefur lýst yfir, og hann hefur fylgi mikils hluta launastéttanna í landinu, að með svonefndum gerðardómslögum hafi verið gengið freklega á rétt launastéttanna. af þessum ástæðum hætti Stefán Jóh. Stefánsson samstarfi í ríkisstj., og þar með var af hans hálfu álitið, að grundvölurinn undir kosningafrestun væri fallinn burt. Ef svo skyldi vera, að öðruvísi væri litið á þetta af hæstv.- forsrh. og að þegar til kæmi, brysti núverandi stjórnarflokka kjark til að leggja þessi ágreiningsmál undir úrskurð kjósenda, þá væri æskilegt að fá að vita það sem fyrst.“ Ég vil svo biðja hæstv. forseta að koma þessari fyrirspurn áleiðis til forsrh.