26.02.1942
Neðri deild: 6. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í C-deild Alþingistíðinda. (358)

4. mál, frestun bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég svaraði þessu í gær. Ég hef alltaf álitið, að kosningafrestun komi ekki til mála nema mikill meiri hluti Alþ. sé því samþykkur, og við ráðh. Framsfl. höfum tvisvar lýst yfir því í útvarpsræðum, að við teldum sjálfsagt, að kosningar yrðu látnar fara fram í vor. — Ég tók þetta skýrt fram í ræðu til allrar þjóðarinnar, og hæstv. viðskmrh. tók það einnig mjög greinilega fram í grg. sinni fyrir gerðardómsl. Mér finnst því liggja fyrir greinilegt svar við þessari fyrirspurn.