26.03.1942
Sameinað þing: 3. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (368)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Forseti (GSv):

Samkvæmt dagskránni verður nú tekið til meðferðar frv. til fjárlaga fyrir árið 1943, og er það 1. umr. Umr. verður útvarpað. Þegar hæstv. fjmrh. hefur lokið framsöguræðu sinni, sem jafnframt má líta á sem greinargerð af hálfu Sjálfstfl., munu fulltrúar annarra þingflokka flytja ræður, hver fyrir sinn flokk, og hefur orðið samkomulag um, að röð flokkanna verði þessi: Fyrst Framsfl., þá Alþfl., síðan Bændafl. og loks Sósfl. Eftir það hefur hæstv. fjmrh. heimild til stundarfjórðungs svarræðu. Hæstv. fjmrh. tekur nú til máls.