09.03.1942
Neðri deild: 15. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í C-deild Alþingistíðinda. (409)

23. mál, skipti Laxárdals og Ymjabergs og 3/4 hlutum Stóru-Sandvíkur

*Þorsteinn Briem:

Ég þakka hv. 1. flm. fyrir það, að hann hefur gert grein fyrir frv. frekar en það, sem var í grg., en þó finnst mér enn á skorta. Hann gaf upplýsingar um Sandvík. Þar þekki ég allvel til, og treysti ég flm. til að gæta réttar bæði ábúanda og sveitarinnar. Ég hygg það líka nauðsyn að leita umsagnar þess sveitarfélags, er í hlut á. Hv. 1. flm. gaf ekki upplýsingar um það í ræðu sinni, hvort jarðirnar væru byggðar til lífstíðar eða um erfðaábúð væri að ræða. Ég vil endurtaka ósk mína um, að landbn. kyni sér málið til hlítar. Hv. 1. flm. benti á. að ekki vari hér um beina sölu að ræða, en þó er það í raun og veru, því að ef ábúendur óska að kaupa, þá sé ég enga ástæðu til þess að neina þeim það. Um verðmæti jarðanna virðist erfitt að segja fyrr en fyrir liggur álit sérfróðra manna.

Ég vil svo ítreka þá ósk mína, að landbn. kyni sér sérstaklega tvö atriði, í fyrsta lagi aðstöðu sveitarfélagsins og í öðru lagi aðstöðu ábúenda. enn fremur hin atriðin, er ég hef bent á.