02.05.1942
Neðri deild: 46. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (433)

24. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti! Ég hafði búizt við, að þetta mál, eins og það liggur fyrir hv. d., yrði tekið út af dagskrá. En annað virðist nú vera uppi á teningnum. Sams konar frv. lá fyrir Alþ. síðast, er komst í gegnum þessa d., en strandaði í Ed. En nú er frv. þetta hespað af og gengið fram hjá sjútvn., svo að hún hefur ekki mátt taka málið fyrir og rannsaka rökin fyrir frv. Það er almennt vitað, að rökin, sem flm. bera fyrir sig í þessu máli, eru áskoranir manna úr sýslum norðanlands og þá einkum áskorun 280 útvegsmanna við Eyjafjörð. En hún gengur ekki eins langt og frv. þetta gengur. Hún fer aðeins fram á breyt. á gildandi l., er miða við bann dragnótaveiða 1., bátum yfir 5 smálestir.

Nú tjáir forseti mér, að áríðandi mál liggi fyrir þinginu og mælist til þess, að ég fresti ræðu minni, og er ég því samþykkur.