19.05.1942
Neðri deild: 61. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í C-deild Alþingistíðinda. (463)

35. mál, raforkusjóður

*Haraldur Guðmundsson:

Eftir breyt. þær, er fjhn. hefur gert á þessu frv., og að þeim samþykktum, get ég verið með þessu frv. og greitt því atkvæði.

Ég er andvígur því að skatta rafveitur, un tel, að af almannafé eigi að taka í þessu skyni. Í 6. brtt. er gert ráð fyrir, að styrkurinn til orkuvera megi nema 15–30% af stofnkostnaði orkuversins. Ég hef ekki getað athugað eins vel og ég vildi, hvort ástæða væri til að hinda þetta svo mjög. Ég áskil mér því rétt fyrir 3. umr. til þess að bera fram brtt., ef mér lízt svo.