12.05.1942
Neðri deild: 56. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í C-deild Alþingistíðinda. (497)

78. mál, ábyrgð fyrir lánum til rafveituframkvæmda

*Bjarni Bjarnason:

Ég bjóst við því, að hv. 5. þm. Reykv. mundi kveðja sér hljóðs og mæla með þeirri brtt., sem hann á hér á þskj. 372, síðan ætlaði ég að lýsa brtt. minni. sem ég hef flutt við þá brtt. En þar sem þessi hv. n. er fjarstaddur, þá get ég sagt ástæðuna fyrir því nú þegar, að ég hef flutt þessa brtt., sem er á þskj. 385. Mér er kunnugt um það, á sama hátt og hv. 3. þm. Reykv., að hingað kom n. manna frá Ólafsvík til þess að ræða við fjvn. um væntanlega virkjun. og ég minnist þess, eftir þeim upplýsingum, sem þeir gáfu okkur, að þá kostaði þessi virkjun allmiklu meira en gert er ráð fyrir í till. hv. 5. þm. Reykv., og ef ég man rétt, þá fóru þeir fram á ábyrgðarheimild. sem nam allverulega hærri upphæð.

Þessi virkjun, sem gert er ráð fyrir, að verði fyrir Ólafsvík og Sand á Snæfellsnesi. kostar, samkvæmt fyrstu áætlun, sem var 700 hestöfl. 1 millj. kr., miðað við verð í Englandi. Nú hefur þessari áætlun verið breyt úr 700 í 1000 hestöfl. og efnið, sem verðið er nú miðað við, er frá Bandaríkjunum. Þetta tvennt, að gert er ráð fyrir, að virkjunin verði aukin úr 700 upp í 1000 hö. og enn fremur, að miðað er við Bandaríkjaefni. veldur því, að þessi virkjun kostar a.m.k. 11/2 millj. kr. vegna þess, að mér var kunnugt um þetta virðist mér brtt. hv. 5. þm. Reykv. ófullnægjandi og leyfi mér því að bera fram brtt. á þskj. 388, að í staðinn fyrir 1 millj. kr. komi 11/2 millj. og vildi ég vænta þess. að hún yrði samþ.