30.04.1942
Neðri deild: 45. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (538)

113. mál, bifreiðalög

Flm. (Bergur Jónsson):

Þetta mál, eins er það er flutt hér, er samið að ósk dómsmrh., en var ekki að samkomulagi, að allshn. flytti það. Þetta er brtt. við bifreiðal., að færa aldurstakmark við bifreiðaakstur niður um eitt ár. Enn fremur er bætt við ákvæði. sem tryggir, að bifreiðastjórar, sem hafa ekki rétt til að aka leigubifreiðum, megi aka vörubifreiðum, þó að farþegar séu þar með. Er þetta gert með tilliti til þess, að fullkomin nauðsyn er til þess víða á vinnustöðvum, að verkamenn geti notað þessar bifreiðaferðir, og maður veit, að framkvæmdin er þannig.

Ég held, að réttara sé að vísa frv. til allshn., svo að þar fari fram veruleg athugun á málinn.