04.05.1942
Efri deild: 48. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í B-deild Alþingistíðinda. (563)

2. mál, dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum

Forseti (EÁrna):

Ég sé mér ekki fært að fresta umr. nú um þetta mál, því að ég held, að það sé ákaflega erfitt að neyða hv. þm. til þess að sitja hér, — mér virðist það vera svo í dag, að það ekki vera hægt —, og þess vegna álít ég, að það sé þýðingarlaust að fresta nú þessari umr. málsins. Hins vegar um 2. spurningu hv. þm., um það, hvort tala megi almennt um málið við 2. umr., er það að segja, að það hefur ekki verið fylgt svo strangt reglum þingskapanna um það efni, og er tæplega hægt. Og þess vegna geri ég ráð fyrir, að umr. um þetta mál við 2. umr. fari fram svona svipað eins og venjulega er hér, að það verður ekki stöðvað sérstaklega, þó að menn fari eitthvað út fyrir það, sem stendur í greinum frv. (BrB: Ég fell þá frá orðinu.)