25.03.1942
Neðri deild: 26. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (695)

21. mál, lendingarbætur á Stokkseyri

*Eiríkur Einarsson:

Ég gat þess við síðustu umr. þessa frv., að mér virtist þurfa frekari skilgreiningu viðvíkjandi lánsheimildum þeim, sem um ræðir í 2. og 7. gr. frv. Ég þykist ekki þurfa að endurtaka hér það, sem ég sagði þá, en í sambandi við þetta og í samræmi við það hef ég borið fram þessa smávægilegu brtt., sem hér liggur nú fyrir.

Till. lýtur að stórvægilegu atriði, annars vegar skyndilánum, sem eiga að borgast fljótt, og hins vegar stofnlánum. Og þó að ekki þurfi að koma til misskilnings út af 7. gr., þá eru, með brtt. minni, tekin af öll tvímæli í þessu efni.

Ég vona, að öllum hv. þdm. sé ljúft að samþ. þessa smávægilegu brtt., sem er, eins og ég sagði, einungis til skilgreiningar.