10.03.1942
Efri deild: 13. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í B-deild Alþingistíðinda. (70)

3. mál, útsvör

Bernharð Stefánsson:

Ég hef ásamt tveim hv. þm. öðrum, hv. samþm. mínum og þeim landsk. þm., sem hér á sæti úr okkar héraði, borið fram þessa brtt. á 44. þskj., sem hér var leitað afbrigða fyrir. Það skal að vísu játað, að þessi brtt. er um annað efni en frv. fjallar um og því óskylt. En okkur hefur þó þótt rétt að bera hana fram sem brtt. við frv., því að hún fer fram á breytingu á útsvarsl. eins og það. Okkur fannst eðlilegra, ef hv. þd. vildi fallast á þetta á annað borð, að hvort tveggja yrði þá tengt í einum lögum í stað þess að bera fram tvö frv. um breytingu á sömu l. á sama þingi.

Till. fer fram á það, að rýmkaður sé að nokkru réttur atvinnusveita um útsvarsálagningu á rekstun, er ,þtr fer fram. A-liður fyrri brtt. er á þessa leið: „Á eftir b-lið- í 8. gr. laganna komi nýr liður, svo hljóðandi: Ef hann rekur atvinnu í fleiri sveitum en einni, ekki skemur en 8 vikur. Svo og ef rekin hefur verið verzlun, hvalveiði, síldarkaup, síldarsala, síldarverzlun eða annar síldaratvinnurekstur, verksmiðjuiðnaður, hvers konar sem hann er, enda þótt skepnur sé rekið.“ B-liðurinn er aðeins eðlileg afleiðing a.-liðs. En þessir stafliðir í 8. gr. l. fjalla um það, hvenær leggja megi útsvar á í atvinnusveit. Í till. er talinn ýmiss konar rekstur, se,m nefndur ei einnig í 9. gr. frv., en þar eru ákvæði um rétt atvinnusveitar til hluta af útsvari. Er því hér farið fram á, að atvinnusveit megi beinlínis leggja útsvar á þennan atvinnurekstur í stað þess að fá aðeins hluta útsvarsins.

Ég átti sæti á Alþ. árið 1926, er útsvarsl. voru sett, og mér er kunnugt um, að ráðh. sá, er bar þau fram, og raunar þingið í heild, ætlaðist til þess, að það skyldi vera höfuðregla um utansveitarmenn, að atvinnurekstur skyldi útsvarsskyldur í þeirri sveit, þar sem hann fer fram, en útsvörum, sem lögð eru á laun og aðrar slíkar atvinnutekjur, skyldi skipt milli atvinnusveitar og heimilissveitar. En ákvæði um þetta urðu ekki nægilega skýr, og framkvæmd skilningur dómstólanna hefur verið þveröfugur við tilgang þingsins, er l. voru sett. Það hafa gengið dómar um þessi mál, sem ég sem leikmaður sé ekki betur en brjóti algerlega í bága við bókstaf l. Nú er ég ekki að bera það á dómarana, að þeir kveði visvitandi upp ranga dóma, en Alþ. hefur auðsjáanlega ekki tekizt að orða tilgang sinn nægilega skýrt. Í útsvarsl. er það yfirleitt skilyrði fyrir því, að útsvar megi leggja á utansveitarmann, að atvinnufyrirtæki hans sé heimilisfast í útsvarsveitinni. En þetta ákvæði hefur orðið til þess, að stór atvinnurekstur hefur sloppið alveg undan útsvari, því að allavega hefur verið hægt að skjóta sér undan því að kalla atvinnureksturinn heimilisfastan. Nú mælir þó allmikil sanngirni með því, að þar sem sveitarfélag eða bæjarfélag hefur lagt til ýmis skilyrði til atvinnureksturs utansveitarmanna, þá séu þeir útsvarsskyldir einmitt þar, sem þeim eru veitt slík skilyrði, oft með miklum fórnum hlutaðeigandi sveitarfélags. Því viljum við með till. okkar rýmka heimildina til að leggja útsvar á slíkan atvinnurekstur.

Ég sé ekki ástæðu til að leyna því, að þessi till. er borin fram sérstaklega vegna eins bæjarfélags hér á landi, sem sé Siglufjarðar. Allir vita, að þar er mikill atvinnurekstur utanbæjarmanna um síldveiðitímann, og hafa margir atvinnurekendur miklar tekjur af, án þess að þeir séu útsvarsskyldir þar. Það er annað, að bæjarfélagið eigi heimtingu á hluta af útsvarinu, sem heimilissveitin leggur á, því að bæði er það, að misjafnlega gengur að heimta kröfurnar, og eins hitt, að þessir atvinnurekendur eiga oft heima í sveit, sem leggur yfirleitt á lægri útsvör en hlutaðeigandi bæjarfélag.

Ég veit ekki, hvernig hv. þm. muni taka í þetta mál að þessu sinni. Hér hefur áður verið reynt að afla þessu bæjarfélagi sérstaklega tekna, og höfum við þm. Eyf. borið fram frv. um þetta. Á það ber að líta, að þetta bæjarfélag hefur verið í fjárþröng undanfarið vegna útsvarsl. frá árinu 1926, því að þegar þau voru sett, skipti algerlega um tekjuöflunarmöguleika þess. Ég sagði áðan, að þessi till. væri sérstaklega borin fram vegna þessa bæjarfélags, en þó að svo sé, gæti vel verið, að líkt stæði á um önnur bæjarfélög og ástæða væri til að samþ. hana einnig þeirra vegna.

Ég verð að harma það, að ekki var hægt að útbýta till. fyrr en á þessum fundi. — Hv. allshn. hefur því ekki átt þess kost að athuga hana. En þetta mál er þó alkunnugt hér í þinginu, og er því ekki ólíklegt, að hv. þm. séu undir það búnir að taka afstöðu til þess og afgreiða till. Ég hef þó ekkert á móti því, að henni verði frestað, til þess, að frekari athugun hennar geti farið fram, þó að ég geri það. ekki að till. minni, því að ég vil, að málið tefjist sem minnst.