08.04.1942
Efri deild: 28. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í C-deild Alþingistíðinda. (738)

57. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég þarf mjög litlu að bæta við það, sem ég áður sagði.

Ég þakka hv. 2. landsk. fyrir fylgi hans við þetta mál. Hitt er annað og ekki nema eðlilegt, að hann fari fram á frekari skýrslur um efnahag félagsins heldur en hér hafa verið gefnar: En ég verð að segja það, að það er orðinn svo fastur liður í starfi fjhn. að flytja frv. um þetta á Alþingi, að nefndin er hætt að afla sérstakra skýrslna um það. Og þess vegna er ég ekki við því búinn að gefa þær, fram yfir það, sem gert hefur verið. Frá framkvæmdastjóra félagsins hefur komið greinargerð um afkomu þess 1940 og 1941. sem ég hygg, að sé nægileg undirbygging undir frv. það, sem hér um ræðir. Ég get náttúrlega sótt reikninga félagsins, sem eru birtir, en aðrar upplýsingar býst ég varla við, að við getum fengið.

Mér virðist, að þessi skýrsla frá framkvæmdastjóranum grundvalli þetta frv. algerlega. Annars verð ég að segja það, að mér finnst þetta mál að nokkru leyti óviðkomandi fjárhag félagsins á gefnu augnabliki, þó að það hafi engu tapað og gengið vel. Ég sé enga ástæðu til þess, að Alþingi fari af þeim sökum að afnema þessi skattfrelsislög, af því að á meðan félagið er bundið þeim viðjum, sem í þessum lögum eru, þá er það stórlán fyrir þjóðfélagið, að safnað hefur verið í sjóði þess 10–13 millj. kr. Það mun koma í ljós, bæði á meðan stríðið stendur og eftir það. þegar á að fara að endurbæta skipastól félagsins og auka hann, að þessir sjóðir, þótt þeir séu stórir, eru ekki nema það, sem félagið þarf á að halda. Og ég vil jafnvel segja það, að félagið sé bláfátækt. ef rétt er á það litið. Ef t.d. félagið þarf að koma sér upp einu skipi, þá skyldum við sjá það, hvernig það væri statt. Það yrði sennilega að fá það að mestu leyti að láni.

Hv. 2. landsk. fór einmitt ofurlítið út í þessa skýrslu, og tók það réttilega fram, að félagið hefði veitt þjóðinni stórkostleg fríðindi með því að veita þessi lágu farmgjöld. Á nauðsynjavörum hefur farmgjöldum verið haldið langt fyrir neðan það, sem þarf, til þess að geta borið reksturinn. Ég ætla ekki að fara að lesa upp úr þessari skýrslu. Hún mun öllum hv. þm. sennilega kunn. En það er t.d. nokkuð athyglisvert að sjá útkomuna. sem orðið hefur á vissum ferðum skipa upp úr áramótunum. T.d. hefur félagið skaðazt á einu af leiguskipum sínum um nokkuð á fjórða hundrað þúsund kr. í einni ferð og á síðustu ferð Lagarfoss hátt á þriðja hundrað þús. kr. Það hefur með öðrum orðum skaðazt um meira en 600 þús. kr. á þessum tveimur ferðum. Þetta er lengi unnið upp, og það mundi gera það, ef það hagaði rekstri sínum eins og venjulegt gróðafélag og afsalaði sér skattfrelsinu. En ef það á að halda farmgjöldunum niðri, eins og verið hefur, þá hefur félagið fulla þörf á að njóta þessa skattfrelsis og nýtur raunverulega ekki neins slíks skattfrelsis, heldur greiðir aðeins skattinn með þessum hætti, að flytja nauðsynjar til landsins með tapi. Og eins og öllum er kunnugt. er það mikill liður í ráðstöfunum til þess að halda dýrtíðinni niðri, að þau hækki ekki upp úr öllu valdi.

Hv. 2. landsk. sagði, að það hefði verið bágur efnahagur Eimskipafélagsins, sem kom af stað þessu skattfrelsi. Þetta er ekki nema að nokkru leyti rétt. Það var gert til þess, að félagið gripi ekki til annarra ráðstafana til þess að bæta hag sinn, því að félaginu hefði verið innan handar að segja sig úr sambandinu við ríkið og haga sér sem einkafélag, og þá hefði það að sjálfsögðu getað haft meira upp úr rekstri sínum. Það var t.d. svo með strandferðirnar, að það var langt frá því, að það hefði af þeim gróða. Ef Eimskipafélagið aftur á móti vildi á þessum tímum safna gróða, þá gæti það ef til vill skóflað upp meiri efnum en dæmi væru til, nema ef gripið væri inn í það uf því opinbera. Ég lít svo á, að félagið eigi að halda áfram að vera það þjóðnytjafyrirtæki, sem það átti að vera í upphafi og hefur verið fram á þennan dag.

Það er rétt, sem hv. 2. landsk. sagði, að það var ekki ætlazt til þess, að félagið greiddi nokkurn arð. En það var ekki nema sanngjarnt, að sá fjöldi fólks, sem lagði fram sparifé sitt til þess að koma félaginu á fót, fengi lága sparisjóðsvexti, eða 4% af fé sínu. Hitt er annað mál, að Eimskipafélagið er að því leyti þjóðnýtt, að þjóðin hefur lagt því til þetta ódýra starfsfé. Það er ómögulegt fyrir það að fá ódýrara starfsfé heldur en þetta hlutafé, sem það varð að greiða með 4%. Það er ekki nema orðaleikur, þegar verið er að ræða um það, hvort það sé þjóðnýtt. Sérstaklega þegar löggjöf gerir það að verkum, að Alþingi hefur það svo að segja í hendi sér, meðan það vill hlíta þessari löggjöf. Og ég hygg í þessu sambandi, að þetta geti orðið svar til hv. 1. þm. N.-M. út af fyrirspurn hans um það, hvort ríkisstj. geti ekki haft íhlutun um farmgjöld félagsins, því að ég hygg, að svo sé. (PZ: Hún hefur reynzt skelegg í því.) Hún hefur haft af því margar milljónir með því að láta það flytja hverja smálest af sumum vörum með 56% hækkun í staðinn fyrir 4–500%, sem búast hefði mátt við, að farmgjöldin hækkuðu.

Hv. 1. þm. N.-M. var aftur að tala um það, við hvaða ár væri miðað, þegar talað væri um. að félagið nyti skattfrelsis. En ég sé það bara í lögunum, að þau eru sett 7. maí 1933, og það er skattfrelsi fyrir árin 1929 og '30. Ég geri því ráð fyrir, að eins verði í þessu tilfelli.

Hv. 2. landsk. var búinn að beina því til hv. 1. þm. N.-M. hvaða arður það væri, sem félagið hefði af annarri starfsemi en sinni eigin. En það voru nú allt loðin svör, sem hún fékk við því. Ég vil ég í því sambandi segja það, að það getur stundum verið óþægilegt að skera úr slíku. Ef félagið ætti t.d. hús. sem það leigði út, mætti það þá ekki hafa tekjur af því? Ég sé ekki, að neitt mæli á móti því. Hv. þm. talaði um, að það hefði grætt geysimikla peninga á því að kaupa skip fyrir voða hátt verð. Mér skilst, að ef það kaupir Fjallfoss fyrir þetta voðalega verð. þá, hljóti það að koma fram sem 1ækkun á varasjóði, svo að það komi ekki fram sem grúði á starfsemi félagsins. Það verður kannske um það eins og dæmið, sem deilt var um um árið. hvort tekjuhalli væri eign.

Ég kom inn á það í fyrri ræðu minni, út uf því ,en hv. 1. þm. N.-M. sagði um það, að engin ástæða væri til annars en að félagið greiddi full gjöld, og ef það gæti ekki starfað í samkeppni við hliðstæð félög. án þess að því væri veittur styrkur. því ætti að styrkju það af ríkinu. En ég vil í þessu sambandi segja það, að það er einmitt eðlileg aðferð, að félagið njóti á þennan hátt fríðinda, ef á að ná þeim upp aftur með nokkrum farmgjöldum. eins og óneitanlega hefur verið gert. Hitt er aftur aunað mál, að mér finnst þessi skattfríðindi ekki vera nóg og að ríkið ætti enn frekar að hlaupa undir bagga. Það tekur langan tíma að vinna upp þann stóra halla, sem félagið hefur orðið fyrir, og það er mjög óheppilegt, að svo fari, að sjóðir þess étist upp, þegar félagið þarf á miklum peningum að halda.