07.04.1942
Neðri deild: 29. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (751)

47. mál, stýrimannaskólinn í Reykjavík

Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég ætla nú ekki að vera að svara þessum hv. þm., þm því að það er auðséð, að það er af miklum kala til þessa félags, að hann heldur uppi þessum málstað.

Ég vil annars andmæla því, að þetta þing sé ekki fullgilt til þess að taka ákvarðanir um mál. Ég sé enga ástæðu til að ætla, að svo sé, og get hugsað mér, að á næsta þingi kæmu ekki svona raddir fram.

Ég býst ekki við, að það þýði nokkuð að leita samkomulags við þennan hv. þm. Hann virðist vera fullur úlfúðar og kala til þessa félags. Og ég álít rétt, að hv. d. skeri úr þessu máli.