09.03.1942
Neðri deild: 15. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (765)

27. mál, rafveitur ríkisins

*Bjarni Bjarnason:

Á þinginu 1938 var flutt frv. um rafveitur ríkisins, þá af iðnn. þessarar hv. d. Þetta frv., sem við þm. Árn, flytjum nú, er nákvæmlega eins og frv. iðnn., eins og það var samþ. hér í d. við 3. umr. Og ástæðan til þess að við flytjum þetta mál nú, er sú, að við urðum þess ekki varir, að í ráði væri að flytja málið af neinum öðrum. En hins vegar er mikið rætt um rafmagnsmál þjóðarinnar í heild sinni, og frv. þetta hefur að geyma ýmis merkileg ákvæði sem hafa verulega þýðingu sem grundvöllur fyrir því máli. Og þar sem nú eiga sæti í hv. d. þeir sömu menn og árið 1938, tel ég gersamlega óþarft að tala langt mál, en vil aðeins benda á, að í þessu frv. er ríkisstj. veitt heimild til þess að setja á stofn og starfrækja rafveitur. Í öðru lagi er gert ráð fyrir, að regla verði fyrir því, hvernig rafveitur verði byggðar, sem é eftir því, hvernig útreikningar sýndu, að þær bæru sig. Og í þriðja lagi eru allýtarleg ákvæði um rekstur og stjórn slíkra rafveitna.

Ég vil óska þess, að málinu verði vísað til 2. umr. og iðnn.