16.03.1942
Efri deild: 16. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (83)

3. mál, útsvör

*Frsm. meiri hl. (Magnús Gíslason):

Út af þeim brtt., sem fram hafa komið frá hv. þm. Vestm., vil ég taka það fram, að þar sem ég er mótfallinn brtt. á þskj. 44, þá er ég einnig á móti fyrri brtt. hv. þm. Vestm. Till. er á þá leið, að l. verði víðtækari og nái til kaupa á fiski og fiskafurðum, sem hingað til hafa verið látin í friði fyrir útsvarsl. Ég skil ekkert í hv. þm., að hann skuli koma með slíka till., sem hlýtur að hafa í för með sér aukin óþægindi og er varhugaverð fyrir þessi viðskipti manna. En hvað hina brtt. snertir, að síldarsalan skuli ekki vera útsvarsskyld, þá er ég henni ekki samþykkur.

Hv. 10. landsk. endurtók það, sem ég hef sagt hér áður, að aðeins 3 menn komi til greina við skiptingu útsvara á Siglufirði. Er því mikil þörf á að breyta þessu ákvæði, og þó að aldrei verði girt fyrir með l., að eitthvert misrétti verði í framkvæmdinni, er sjálfsagt að reyna að lagfæra það, ef hægt er. En maður má ekki kaupa það of dýru verði, svo að atvinnurekendur verði ekki of hart úti, sem ég hygg að verði, ef þessar brtt. verða samþ. Ég held, að menn færi sig þá upp á skaftið, þar til komið er í líkt horf og áður en útsvarsl. voru sett. Hv. 1. þm. Eyf. skýrði afstöðu sína til 9. gr. þannig, að það hefði verið misskilningur hjá mér, að sveitarstjórnir gætu valið um, hvort þær skiptu útsvörum eða ekki. Ég skal ekki deila um það. Hann taldi þetta að vísu óþarft ákvæði, en ekki væri nauðsynlegt að fella það niður. En þar senn það er óþurft ákvæði l., er nauðsynlegt að fella það niður, til þess að l. verði ekki misskilin af þeim, sem framkvæma lögin. Er sjálfsagt að hafa ekki fleiri ákvæði en nauðsynlegt er og fella niður ákvæði, sem einungis eru til að villa. Ég mun ekki hafa fleiri orð um þetta, en ég tel, að málið sé ekki nægilega upplýst og undirbúið, svo að maður geti talið rétt að gera breyt. á l. á þessu stigi málsins.