17.04.1942
Efri deild: 35. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (832)

25. mál, íþróttakennaraskóli Íslands

*Magnús Jónsson:

Ég vil aðeins gera grein fyrir mínu atkv.

Ég er út af fyrir sig samþ., að settur sé upp íþróttakennaraskóli og tel það nauðsynlegt. En eins og ég lýsti yfir við fyrri umr., tel ég misráðið að setja hann ekki hér í Reykjavík, þar sem langmestir möguleikar eru til kennslukrafta í framtíðinni og langmestir möguleikar til að gera hann fullkominn, en hins vegar hef ég ekki séð mér fært að bera fram brtt. með því, sem af því mundi leiða, m.a. samningar um húsakost og annað slíkt, en mun sitja hjá við atkvgr., þó að ég sé skólanum samþykkur.