17.04.1942
Efri deild: 35. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (833)

25. mál, íþróttakennaraskóli Íslands

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Ég vil í áframhaldi af þessum orðum hv. 1. þm. Reykv. geta þess, að þessi skoðun hans kom fram við 1. umr., og við ræddum í n. um, að nokkur hluti af skólanum yrði í Reykjavík,. sem sé kennaraskólinn, en þjálfunarskólinn yrði í sveit. En eins og ég skil hv. 1. þm. Reykv., vill hann ekki bregða fæti fyrir málið, enda stendur opið að breyta þessu, þegar ástæður leyfa.