19.03.1942
Neðri deild: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 363 í B-deild Alþingistíðinda. (874)

45. mál, sveitarstjórnarkosningar

*Frsm. (Jóhann G. Möller):

Ég þarf ekki að halda langa ræðu sem frsm. allshn. fyrir þessu máli. Frv. er borið fram eftir tilmælum félmrh. og það er breyt. á sveitarstjórnarl, frá 1936 og er við eina gr. laganna. Þessi breyt. er fólgin í því, að hver flokkur, sem hefur fulltrúa í bæjarstjórn eða hreppsnefnd, kosna hlutbundnum kosningum, hafi rétt til jafnmargra varamanna og aðalmanna og jafnt þó að einn varamaður forfallist. En eins og nú er, eru venjulega kosnir jafnmargir varamenn og aðalmenn fyrir hvern flokk í bæjar- og sveitarstjórnum, og þeirri reglu er fylgt, að ákveðinn varamaður taki sæti ákveðins aðalmanns. Þessu ákvæði hefur ekki verið fylgt, og þótti því rétt að láta varamenn taka sæti í þeirri röð, sem þeir eru kosnir, hvaða aðalmaður sem forfallaðist. Að öðru leyti hef ég ekkert frekar um þetta mál að segja, en vænti skjótrar afgreiðslu þess í hv. d.