14.04.1942
Efri deild: 32. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (905)

75. mál, brimbrjótur við Húsavíkurhöfn

Flm. (Jónas Jónsson):

Þessi till. þarf ekki langra meðmæla með. Það stendur þannig á, að Húsvíkingar eru búnir að byggja sér dýra og myndarlega bryggju, sem skip leggjast nú við, og er hún sér staklega hentug fyrir síldarbáta, ef þar yrði aukin uppsetning síldar. En til þess, að það geti orðið, vantar skjól við höfnina, og þetta skjól fæst ekki, nema með því að gera brimbrjót á grynningunum norðvestanvert við höfnina.

Ég ætta ekki að fjölyrða um þetta, en það hafa verið gerðar nokkrar athuganir á þessum stað, og hefur komið í ljós, að þar eru góð skilyrði frá náttúrunnar hendi til að gera þetta. Hins vegar hefur ekki verið rannsakað ýtarlega, hversu auðvelt það er fyrir Húsvíkinga að byrja á þessu verki, en þeim er það áhugamál að koma því í framkvæmd.

Það, sem ætlazt er til með þessari þáltill., er ekki annað en það, að vitamálastjóri ásamt starfsmönnum sínum, athugi þetta mál og gefi Alþ. síðan skýrslu um, hvernig eigi að taka á því. Þegar svo er komið, býst ég við, að þorpsbúar og sýslubúar yfirleitt reyni að hrinda þessu áfram.

Ég held, að þetta mál sé svo einfalt, að ekki þurfi einu sinni nefnd í það.