21.04.1942
Efri deild: 38. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (911)

45. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég vil taka það fram, að ég hef ekki hreyft þessu máli fyrir n. hönd, því að n. hefur ekkert rætt um þetta atriði, og ég hef aðeins mælt fyrir mína hönd. Ég hef athugað leiðina til að bæta úr þessu, en ekki fundið nema þá einu, sem ég benti á áðan, og það má vel vera, að hún sé ekki heppileg. En að koma með brtt. á síðustu stundu, má telja mjög varhugavert. Allir hv. þm. vita, að það liggur í loftinu, að þingið sitji ekki lengi hér eftir. Hins vegar kemur þessi breyting eins og skollinn úr sauðarleggnum til Nd., og þó að við samþ. hana hér í d., er ég ekki viss um, að Nd. geri hið sama. Ég held, að nægi að vekja málið á þessu þingi, sérstaklega ef ríkisstjórnin vildi taka málið til athugunar. Ég legg ekki mikið upp úr því, þó að hreppsnefndarkosningar fari fram í vor, enda munu hlutfallskosningar aðeins verða viðhafðar í nokkrum sveitum. Ég get því ekki fallizt á að vísa málinu til n., enda finnst mér sennilegt, að málið fengi akki fulla lausn á þann hátt.