21.04.1942
Efri deild: 38. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (914)

45. mál, sveitarstjórnarkosningar

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég veit ekki, hvort hv. 1. þm. Eyf. var á fundi, þegar þetta barst í tal. Ég lýsti þá yfir þeirri skoðun minni, að mér virtist of rúmt um þessar breytingar á listunum. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram, lýsti ég yfir því, að mér fyndist sanngjarnt, að þetta yrði athugað, þó að ég teldi það ekki svo aðkallandi, að setja þyrfti þá breyt. í sambandi við frv. það, sem hér liggur fyrir. En þar sem sveitarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum í vor, er mjög nauðsynlegt, að frv. verði samþ. sem allra fyrst, svo að hægt sé að haga kosningunum samkvæmt því. Ég tek undir það með hv. frsm. allshn., að breyt. þessari verði ekki blandað saman við frv. þetta að svo stöddu. Ég tel fulla þörf á, að þetta sé athugað og síðan verði breyt. borin fram í frv.- formi á þinginu: Þetta er mín persónulega skoðun, og það gerir ekkert til, þó að hún komi fram, án þess að ég geti lofað nokkru fyrir ríkisstjórnarinnar hönd.