16.04.1942
Neðri deild: 36. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í B-deild Alþingistíðinda. (92)

3. mál, útsvör

*Garðar Þorsteinsson:

Við hv. 5. þm. Reykv. og ég höfum borið hér fram brtt. við útsvarsl. frá 1936, sem er á þskj. 175. Þessi brtt. gengur út á það, að heimilt skuli að leggja útsvar á gjaldþegn, þó að hann sé ekki heimilisfastur í sveitinni, ef hann rekur atvinnu þar, þ.e. utan sinnar heimilissveitar, ekki skemur en 8 vikur og það sé, eins og hér er tekið fram, heimilt í þessum tilfellum að leggja á gjaldþegn á þennan hátt. útsvör, þó að hann reki atvinnu skemur en 5 vikur utan heimilissveitar, ef það er verzlun, hvalveiði, síldarkaup, síldarsala, síldarverzlun eða annar síldaratvinnurekstur og verksmiðjuiðnaður, hvers kyns sem hann er. Hins vegar er gerð undantekning frá þessu á þá leið, að þessi ákvæði nái ekki til veiðiskipa, sem leggja upp afla sinn utan heimilissveitar. Þetta ákvæði mundi í raun og veru vera raunhæfast á Siglufirði, því að eins og hv. þm. vita, er atvinnurekstur þar tímatalanarkaður við síldveiðitímann eingöngu. Siglufjarðarbær hefur tiltölulega litlar tekjur af þeim mikla atvinnurekstri, sem þar er rekinn. En útgjöld bæjarins af ýmsum ástæðum, bæði vegna fátækraframfæris og vegna lögreglukostnaðar og ýmiss annars kostnaðar, hafa farið mjög vaxandi síðast liðin ár. En tekjurnar, sem hann fær af atvinnurekstri á Siglufirði, hafa ekki nærri því aukizt í samræmi við aukin útgjöld bæjarins. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, mun atvinnurekstur á Siglufirði útsvarsskyldur til Siglufjarðarbæjar nema a) verðmæti um 3 millj. kr., en annar atvinnurekstur, sem rekinn er þar, en er ekki útsvarsskyldur til Siglufjarðarbæjar, 7'/a millj. kr. Og þetta kemur til af því, að síldarsöltun og síldarverkun og síldarsala á Siglufirði, sem þar fer fram yfir þann stutta tíma, sem þessi atvinnurekstur er rekinn þar, er ekki útsvarsskylt að því leyti sem þeir einstaklingar og félög, sem þessa atvinnu reka þar, eiga ekki heima á Siglufirði. Nú hefur reynslan verið sú undanfarið, að meginþorri þeirra manna og félaga, sem reka síldarverkun og síldarsölu á Siglufirði, telja heimili sitt utan Siglufjarðar, og útsvör eru því lögð á þessa aðila utan Siglufjarðar, en bæjarfélagið fær engar útsvarstekjur frá þessum aðilum. Og þeir hafa allar sínar tekjur í raun og veru af þessari síldarverkun og síldarsölu á Siglufirði, og því lífsframfæri sitt alveg, en telja lögheimili sitt annars staðar, þar sem lægri útsvarsskali er, t.d. inni í Fljótum, á Akureyri eða inni í Eyjafirði. Fjöldi af þeim er einnig búsettur hér í Reykjavík. Síldarstöðvar, sem hafa verið reknar af mönnum búsettum á Siglufirði, hafa margar verið seldar mönnum eða félögum utan Siglufjarðar, sem svo hafa leigt þessar stöðvar til síldarverkunar mönnum eða félögum, þannig að Siglufjarðarbær hefur engan útsvarsskyldan tekjustofn af þessum atvinnurekstri annað en leiguupphæðirnar af stöðvunum. Afleiðingin af þessu er sú, að Siglufjarðarbær hefur ekki getað fengið neitt verulegt af þeim útsvörum, sem þessum mönnum mundi vera skylt að greiða til bæjarins, ef þessir atvinnurekendur væru búsettir á Siglufirði. Það, sem því farið er fram á hér í þessari brtt. viðkomandi Siglufjarðarkaupstað, er, að heimilt sé að leggja á þennan höfuðatvinnurekstur þessara aðila útsvör til Siglufjarðarkaupstaðal, þó að viðkomandi atvinnurekendur telji ekki lögheimili sitt á Siglufirði. Hins vegar veit ég það, að móti breyt. slíkri sem þessari hafa staðið ýmsir hv. þm. hér í d. af þeirri ástæðu, að skip, sem afla sinn leggja upp t.d. á Siglufirði, áttu, eftir brtt., sem áður hafa verið lagðar fram í sömu átt og þessi brtt., að vera útsvarsskyld til þess staðar, þar sem þau legðu upp afla sinn. En samkvæmt þessari brtt. eru þessi skip ekki útsvarsskyld þar, sem þau leggja upp afla sinn utan heimilissveitar. Fyrir það er girt með á svæðinu í niðurlagi 1. tölul. brtt. okkar hv. þm. Reykv.

Það er ekki neinn vafi á því, að það rétta í þessum málum er það, að menn greiði útsvar af atvinnurekstri sínum eins og hann er á hverjum stað, þó að löggjafinn hins vegar hafi farið inn á þá leið að takmarka útsvarsskylduna við heimilisfestu, eins og gert er.

Ég vil benda á í þessu sambandi, að mér er tjáð, að á síðasta ári muni nokkur félög og einstaklingar leyfa haft frá 200 þús. kr. upp í 200 þús. kr. hagnað af atvinnurekstri á Siglufirði, en hafi ekki greitt neitt útsvar þangað En einn af þeim mun hafa greitt 8 þús. kr. í útsvar til sinnar heimilissveitar. Það er því augljóst, að Siglufjarðarbær er í þessu efni mjög afskiptur, og er ekki nema sanngjarnt, að bærinn fái heimild til að leggja útsvar á þann atvinnurekstur, sem þar er rekinn. Þess vegna vænti ég þess fastlega, að hv. þd. geti fallizt n. þá brtt., sem hér er borin fram.