02.05.1942
Neðri deild: 47. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 372 í B-deild Alþingistíðinda. (927)

120. mál, gærumat

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég skal verða stuttorður um þetta mál.

Þannig er mál með vexti, að nýlega hafa tekizt samningar um sölu meiri hluta gæra í landinu frá árinu 1941 til Ameríku. En það er ákveðið, að gærum þessum skuli fylgja matsvottorð, en eins og kunnugt er, hefur það ekki tíðkazt hér fyrr.

Nú verður hafizt handa um útflutning á þessum gærum hið allra bráðasta, og vildi ég mega vænta þess, að frv. þetta verði afgr. frá háttv. d. sem allra fyrst.

Annars sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta frv. Það er sniðið eftir samsvarandi gildandi l. um ullarmat.