16.04.1942
Efri deild: 34. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (961)

87. mál, útgáfa lagasafnsins

*Flm. (Jónas Jónsson):

Ég get verið stuttorður um þessa till., því að eftir að ég hafði flutt hana, tjáði forseti Sþ. mér, að þegar væri kominn skriður á málið, sem mér var ekki kunnugt um. Hið nýstofnaða héraðsdómarafélag flutti sams konar áskorun og það, sem hér er farið fram á, og var gert ráð fyrir, að verkið væri falið einum manni, en hvort búið er að ganga frá því, veit ég ekki.

Ég tel það spor í rétta átt að samþ. þessa till., enda renna fleiri stoðir undir hana en ég víssi, þegar hún var flutt.